Fréttir


30.01.2022

Hundahótelið mun loka og hætta starfsemi 1. febrúar n.k.

Undirritaður sem staðið hefur vaktina hér í 28 ár nánast uppá dag - vill fyrir hönd okkar hjónanna þakka ferfættum viðskiptavinum og eigendum þeirra allar ánægjustundirnar þessi ár og óska þeim alls hins besta.
Kær kveðja Hreiðar Karlsson

26.10.2020

Hvolpafréttir

Þessar dásemdir fæddust hjá EÐAL-ræktun 23.10.2020.
Móðir: ISJCh Eðal Nóra (3 cc) Faðir: Copper´s Oh Me Oh My (Emil) Báðir foreldrar HD-AA - augu Clear.

30.10.2019

Græna ljósið komið frá MAST

Græna ljósið komið frá MAST og við förum að sækja 5 mánaða Emil okkar (Copper´s Oh Me Oh My) til Svíþjóðar um helgina , Hann verður með okkur þar í sólarhring í dekri áður en við fljúgum með hann til Íslands - en þá hefst hin langa bið.

24.02.2019

Einu sinni enn frábær sýningarhelgi í Víðidal

"Einu sinni enn ! varð Hnetan okkar BOB með CACIB og landaði svo 3ja sætinu í tegundarhópi-7. Dómari Luis Pinto Teixeira Portugal." Eðal Kormákur varð 2. besti rakki með V-CACIB.

24.11.2018

Frábær sýningarhelgi í Víðidal

Góður morgunn - áttum bæði BOB og BOS, INTCH ISCH EÐAL-Kormákur BOB og INTCH ISCH Gwendariff Choc Nut Chip (Hneta) BOS ! Bæði með Nordic CC. EÐAL Nói besti hvolpur.

25.11.2017

Geggjuð hundasýningarhelgi!

Á Winter Wonderland alþjóðlegri sýningu HRFÍ nú um helgina, var Hneta okkar (C.I.E. ISShCh RW-15-16-17 Gwendariff Choc Nut Chip) enn einu sinni valin BOB – Besti hundur tegundar, og 2. besti hundur í sterkum tegundarhópi 7, þar sem kepptu 11 tegundir! C.I.E. ISShCh Rw-15-16 Eðal Kormákur var svo valinn BOS – Besti hundur af gagnstæðu kyni. Dómari var hinni virti Frank Kane frá Bretlandi.

25.06.2017

Frábær sýningarhelgi í Víðidal!

Um helgina fór fram þreföld sumarsýning HRFÍ í Víðidal. Veðrið lék við hunda og menn og gekk okkur EÐAL-ræktendum frábærlega;
Hvolpasýning 23.06. Eðal-Merkúr BIS besti hvolpur sýningar í yngri hvolpaflokki.
RW-sýning 24.06. Hneta (Gwendariff Choc Nut Chip) BOB, RW-17 og 3. Í tegundarhóp-7 - Eðal-Jörundur BOS, RW-17.
CACIB sýning 25.06. Eðal-Jörundur BOB, CACIB og 3. Í tegundarhóp-7 – Hneta BOS, CACIB.
Eðal-ræktunarhópur fékk heiðursverðlaun báða dagana.

15.02.2017

HVOLPAFRÉTTIR

15.02.2017 fæddust 8 hvolpar hjá EÐAL-ræktun. Foreldrar hvolpanna eru; C.I.E. RW14 RW13 ISShCh Eðal-Ilmur og ISShCh RW15 RW16 Eðal-Kormákur. Allar nánari upplýsingar í skilaboðum eða í s. 895-9866 (Elín).

13.11.2016

Írsk-Setter úrslit á Alþjóðlegri sýningu HRFÍ 12. & 13. nóvember

BOB, CACIB, ISShCh RW-15-16 NLW-15 Gwendariff Choc Nut Chip (Hneta). 3. í tegundarhópi 7.
BOS, CACIB, ISShCh RW-15-16 EÐAL Kormákur.
BÖT m/Öldungameistarastig C.I.E., ISShCh Gwendariff Rock Krystal (Lína). Dómari; George Schogol frá Georgiu.

25.07.2016

Frábær sýningahelgi að baki!

Um helgina var tvöföld hundasýning HRFÍ í Víðidal. Reykjavík Winner 2016 á laugardag og Alþjóðleg sumarsýning HRFÍ á sunnudag. Hundarnir okkar Hneta og Kormákur gerðu sér lítið fyrir og voru valin besti hundur og besta tík tegundar báða dagana, skiptu bara með sér sætum á sunnudeginum  Þau hlutu því bæði titilinn RW-16 á laugardegi og náðu sér bæði í CACIB (alþjóðlegt meistarastig) á sunnudeginum. Hneta náði svo 3. sæti í tegundarhóp á laugardegi og Kormákur 4. sæti í tegundarhóp á sunnudegi.

12.10.2015

Breytingar á Hundahóteli.

Miklar breytingar hafa átt sér stað á Hundahótelinu Leirum. Auk þess sem byggð hefur verið ný móttaka fyrir viðskiptavini, bæði hunda og menn, hefur inni- og útiaðstaða hundanna verið stækkuð og endurbætt á hótelinu. Eftir sem áður eru allir voffar velkomnir til okkar, litlir sem stórir, til að að leika og láta sér líða vel meðan eigendur þeirra þurfa að bregða sér í frí 

19.09.2015

Alþjóðleg sýning HRFÍ 19.09.2015.

BOB C.I.E. NLW-15 RW-14 ISShCh Eðal-Íkarus (Tinni)
BOS NLW-15 RW-15 Gwendariff Choc Nut Chip (Hneta) en hún fékk einnig CACIB og sitt 6. Íslenska Meistarastig.
RW-15 Eðal-Kormákur fékk Excellent, Ísl. Meistarastig og vara-CACIB
Eðal-Kopar fékk Excellent.
Dómari Michael Leonard

26.07.2015

Frábær sýningarhelgi í Víðidalnum

Um helgina voru haldnar tvær útisýningar HRFÍ, Reykjavík Winner sýning á laugardeginum og Alþjóðleg CACIB sýning á sunnudeginum. Hundarnir okkar urðu BOB báða dagana, Eðal-Kormákur á laugardeginum og Eðal-Ilmur á sunnudeginum, Kormákur fékk sitt 3ja íslenska meistarastig og titilinn Reykjavík Winner 15 og Ilmur 7. alþjóðlega stigið sitt. Hneta varð BOS á laugardeginum og hlaut hún líka titilinn Reykjavík Winner 15.
Lína keppti í öldungaflokki og tók síðan þátt í keppni um besa öldung sýningarinnar báða dagana.

25.05.2015

HNETA BHT og BIG-1 !

Á tvöfaldri Meistarastigs- og Norðurljósasýningu HRFÍ um helgina varð okkar 16 mánaða Hneta (Gwendariff Choc Nut Chip) valin Besti hundur tegundar fyrri daginn, vann tegundarhóp-7 og keppti um Besta hund sýningar! Seinni daginn varð hún svo Besta tík tegundar, en EÐAL-Íkarus (Tinni) var þá valinn BHT og náði 3. sæti í tegundarhóp-7. Frábær sýningarhelgi að baki, en Hneta er nú komin með 3 íslensk meistarastig, þrátt fyrir þennan unga aldur. Bæði Hneta og Tinni hlutu svo titilinn „Norðurljósameistari“.

01.03.2015

Úrslit Febrúarsýningar HRFÍ:

BOB, Excellent, CK, Ísl. Meistarastig Gwendariff Chock Nut Chip (Hneta). Hneta sem var innflutt í sumar, var sýnd í ungliðaflokki og endaði svo í 3. sæti í tegundarhópi 7  BOS, Eðal-Íri, CK, Ísl. Meistarastig, CACIB. EÐAL-ræktun fékk heiðursverðlaun fyrir ræktunarhóp.

31.12.2014

Viðtal við Hreiðar hótelstjóra í Morgunblaðinu á Gamlársdag.

09.11.2014

Alþjóðleg sýning HRFÍ

Hundarnir okkar stóðu sig frábærlega á Alþjóðlegri sýningu HRFÍ um helgina. C.I.E. RW-13-14 ISShCh Eðal Ilmur var valin besti hundur tegundar og bætti svo um betur og vann tegundarhóp-7! Eðal-Kormákur 13 mánaða varð besti karlhundur og fékk sitt 1. Meistarastig. Við sýndum líka ræktunarhóp og varð EÐAL-ræktun með 4. besta ræktunarhóp laugardags. Aldeilis ánægjuleg helgi hjá okkur

29.09.2014

Stórhundakynning í Garðheimum.

Um helgina voru svokallaðir „Stórhundadagar“ í Garðheimum, þar sem gestum og gangandi bauðst að kynna sér hinar ýmsu hundategundir af stærri gerðinni. Meistararnir Tinni (EÐAL-Íkarus) og EÐAL-Ilmur, ásamt nýjustu viðbótinni okkar henni Hnetu (Gwendariff Choc Nut Chip) skptust á að standa vaktina bæði laugardag og sunnudag og bræddu mörg hjörtu

06.09.2014

HNETA 2. BESTI HVOLPUR SÝNINGAR !!

Nýjasta viðbótin okkar Gwendariff Choc Nut Chip (Hneta) tók þátt í sinni fyrstu hundasýningu um helgina. Gekk eins og í sögu, fékk heiðursverðlaun í hvolpaflokki sem besti hvolpur tegundar og endaði svo sem 2. Besti hvolpur sýningar laugardagsins! Gætum ekki verið stoltari af henni og flotta sýnandanum hennar Theodóru Róbertsdóttur. Meistararnir Eðal-Ilmur og Eðal-Íkarus fengu bæði Excellent og Eðal-Íkarus varð Besti hundur tegundar, sýndur af Kolbrúnu Örnu.

22.06.2014

Um helgina var haldin tvöföld hundasýning HRFÍ og sýndum við samtals 3 hunda:

Og það er skemmst frá því að segja að á laugardeginum varð EÐAL-Íkarus BOB, EÐAL-Ilmur BOS og því bærði RW-14. Á sunnudeginum varð svo Lína (Gwendariff Rock Krystal) BOB, fékk sitt 4. CACIB og er því orðin alþjóðlegur sýningameistari eins og Ilmur dóttir hennar! EÐAL-Kormákur fékk heiðursverðlaun í hvolpaflokki báða dagana. Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunum.

23.02.2014

Frábær EÐAL-árangur á sýningunni um helgina:

Systkynin ISShCh Eðal-Ikarus og RW-13 ISShCh Eðal-Ilmur voru BOB og BOS á sýningu HRFÍ um helgina, bæði með CACIB og Eðal-Ikarus (Tinni) náði svo þeim frábæra árangri að verða í 2. sæti í tegundarhópi-7! Eðal-Ilmur var að fá sitt 4. CACIB, þannig að hún verður nú Alþjóðlegur sýningameistari – ekki 3ja ára gömul! Litla krúttið hann Eðal-Kormákur 5 mánaða, fékk heiðursverðlaun í hvolpaflokki 4-6 mánaða

17.11.2013

Enn EÐAL-árangur á sýningum.

EÐAL-systkynin EÐAL-Íri og ISShCh RW-13 EÐAL-Ilmur, skiptu með sér verðlaunasætunum á nóvember sýningu HRFI, voru valin BOB og BOS, bæði með CACIB.
EÐAL-Íri keppti síðan í tegundarhópi 7 og lenti þar í þriðja sæti.
Við sýndum líka ræktunar og afkvæmahóp og fengum heiðursverðlaun fyrir bæði. Alltaf jafngaman að þessu 

26.09.2013

Eðal-hvolpar fæddir 23.09.2013

Foreldrar Eðal Helena-Fagra (Ninja) og Eðal Illugi (Leó) Allar upplýsingar gefa Elín og Hreiðar, Leirum.

07.09.2013

Alþjóðleg sýning HRFÍ 07.09.13.

ISShCh RW-13 EÐAL-ILMUR var valin besti hundur tegundar, fékk sitt annað CACIB og varð í 3. sæti í tegundarhóp 7. Bróðir hennar ISShCh EÐAL-IKARUS fékk einnig CACIB (Alþjóðlegt meistarastig) Dómari Frank Kane, UK

12.07.2013

Tveir EÐAL-hvolpar fæddust 5.07.2013.

ISShCh Gwendariff Rock Krystal (Lína) og "gulldrengirnir" tveir, fæddir 5. júlí.

25.05.2013

Ungir EÐAL-meistarar!

Á sýningu HRFÍ nú um helgina, hlutu Eðal-Ilmur og Eðal-Íkarus titilinn Íslenskir sýningameistarar - ISShCh, rétt orðin 2ja ára! Við erum stolt af þessum gullmolum Línu (ISShCh Gwendariff Rock Krystal) og Gunnsa (Eðal-Guinness) og Eðal-Ilmur var einnig valin besta tík. Aðrir hundar úr Eðal-ræktun sem sýndir voru, fengu Excellent.

24.02.2013

ISShCh Gwendariff Rock Krystal (Lína)!

Lína okkar varð Íslenskur meistari á sýningunni í morgun, varð BOS og fékk einnig sitt 3ja alþjóðlega meistarastig Cacib! Synir hennar tveir sem sýndir voru gerðu það líka heldur betur gott - Eðal-Ingólfur Arnarson fékk bæði ísl. og alþjóðlegt meistarastig/Cacib og Eðal -Íkarus fékk ísl. meistaraefni og vara Cacib! Við brosum bara allan hringinn eftir sýninguna :)

15.12.2012

Eðal-Jóla ættarmótsganga.

Í dag var farin hin árlega Eðal-Jólaganga og að þessu sinni gengið með Leirvogsá og áfram fjöruna, í ágætisveðri. Í þetta sinn gengu 15 tvífættir og 12 ferfætlingar og nutu hressandi gönguferðar. Að venju gæddu gestir sér svo á rjúkandi súkkulaði, jólaglöggi og piparkökum á Leirum. Eðal fjölskyldan sendir öllum vinum og velunnurum sínar bestu Jóla- og nýarsóskir!

17.11.2012

Þriðja EÐAL-sýningin í röð:

EÐAL-Ilmur 18 mánaða, var valin BOB - besti hundur tegundar - með Íslenskt og alþjóðlegt meistarastig-Cacib, á sýningu HRFÍ um helgina. Ilmur náði svo 3. sæti í tegundarhópi 7! Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem þessi ungu Eðal-systkyni eru valin besti írski setinn. Eðal-Helena fagra (Ninja) var valin 2. besta tík, með CK og v-Cacib og Eðal-Íkarus (Tinni) 2. besti hundur, með Ísl. meistarastig og v-Cacib

25.08.2012

EÐAL-dagur á Ágústsýningu HRFÍ í dag!

Hjá okkur var dagurinn í dag sannkallaður Eðal-dagur. Besti hundur tegundar var valinn Eðal-Ingólfur Arnarson og besta tík Mamma hans - Gwendariff Rock Krystal (Lína). Bæði fengu ísl. og alþjóðl. meistarastig !! Þetta er 2. sýningin í sumar sem þessi ungu Eðal-systkyni eru valin BOB !

03.06.2012

Júnísýning HRFÍ - EÐAL-ILMUR Besti hundur tegundar!

Yngsta tíkin okkar Eðal-Ilmur, sem keppti í ungliðaflokki á hundasýningu HRFÍ í dag, gerði sér lítið fyrir fékk ísl. meistarastig og vann! Hún var valin besti Írski setinn og varð svo no. 4 í tegundarhópi 7, en hún er aðeins 12 mánaða.
Gotbróðir hennar, Eðal-Íkarus varð 2. besti karlhundur, fékk einnig ísl. meistarastig og Lína (Gwendariff Rock Krystal) mamma þeirra varð 2. besta tík og meistaraefni. Ekki amarlegur árangur hjá Eðal-fjölskyldunni =o)

10.12.2011

EÐAL-JÓLA-ÆTTARMÓT!

Í dag var árleg Eðal-Jóla-ættarmótsganga hér á Leirum. Mæting var góð, 21 mættir með 13 hunda og lét þetta hrausta Eðalfólk ekki smá skafrenning á sig fá, enda gæddi fólk sér á rjúkandi heitu súkkulaði, jólaglöggi og piparkökum að göngu lokinni.
Hundafjölskyldan og hundahótelið á Leirum óskar öllum vinum, viðskiptavinum og velunnurum Gleðilegra Jóla!

19.11.2011

Lína (Gwendariff Rock Krystal) besta tík!

Á sýningu HRFÍ í dag, var Lína okkar valin besta tík tegundar, BOS og fékk bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig CACIB! Hvolparnir hennar fimm sem voru sýndir, fengu allir heiðursverðlaun HV, og keppti Eðal-Ingólfur Arnarson um besta hvolp dagsins, 6-9 mánaða. Eðal-Helena Fagra fékk einnig Excellent

07.10.2011

IRSHCH Gwendariff Rock Diva BOB!

Enn sigrar gotsystir Línu okkar, IRSHCH Gwendariff Rock Diva (Sunshine). Í dag var hún valin besti hundur tegundar á South Wales Kennel Association sýningunni, og náði einnig 4.sæti í tegundarhópi. Hún var þar að vinna sitt 3. CC í Englandi og hlýtur þar með titilinn GBSHCH auk IRSHCH. Gwendariff ræktunin átti einnig besta hvolp tegundar, Gwendariff Gonna Be Special. Til hamingju Diane og Alec!

23.07.2011

Enn einn Gwendariff sigur!

Nú um helgina var enn einn stórsigur Gwendariff ræktunarinnar - nú á LEEDS CHAMIONSHIP SHOW þar sem gotsystkyni Línu okkar þau Gwendariff Rockin Robin og Gwendariff Rock Diva voru valin besti hundur og besta tík tegundarinnar! Og ekki nóg með það, reserve tík var Gwendariff Miss Whiplash, hálfsystir Línu.

21.07.2011

EINN GULLMOLI EFTIR!

Nú er búið að kveðja hvolpana einn af öðrum og er mikill söknuður hér. Eigum einn flottan strák óseldan og leitum að góðu heimili fyrir hann. Svo varð prinsessan EÐAL-ILMUR eftir og bætist við setterfjölskylduna hér á Leirum.

06.07.2011

Styttist í að hvolparnir fari að heiman.

Nú eru hvolparnir 7 vikna og fara flestir eftir rúma viku til nýrra eigenda - mikið verður þeirra saknað hér en EÐAL-ILMUR (eina tíkin) verður eftir hér og bætist við EÐAL hundafjölskylduna á Leirum. Við óskum nýju eigendunum til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn og vonum að uppeldið gangi vel!

18.06.2011

FJÖLSKYLDUMYNDATAKA

Reynt var í morgun að fara með alla fjölskylduna út í garð í myndatöku, með misgóðum árangri =o) En alla vega eru hér þrjár myndir af Mömmu, Pabba og hvolpunum 10 sem nú eru 4ra vikna.

04.06.2011

FLEIRI MYNDIR AF GULLMOLUNUM!

Jæja, hér gengur allt eins og í sögu, hvolparnir eru að opna augun og fjör að færast í leikinn. Á meðfylgjandi myndum má sjá að það er þreytandi að vera 10 hvolpa Mamma, og Pabbinn er þarna líka aðeins að kíkja ..... fylgist með áfram, vonandi fer að hlýna og við getum farið með fjölskylduna út í garð í myndatöku!

22.05.2011

LOKSINS EÐAL-HVOLPAR! 22.05.2011

Þann 18. maí eignaðist Lína (Gwendariff Rock Krystal) 10 yndislega hvolpa, 9 stráka og 1 stelpu! Hinn stolti faðir er Gunnsi okkar (EÐAL Guinness) og heilsast fjölskyldunni vel. Hér hafa ekki fæðst hvolpar síðan 2008 og munum við setja hér inn fréttir og myndir af þeim og leyfa ykkur að fylgjast með hvernig þeir vaxa og dafna. Einnig má finna hér á síðunni upplýsingar um foreldrana í "Hundarnir okkar", en þess má geta að pabbi Línu er GB & Ir Sh Ch Gwendariff Dom Perignon JW, BOB á CRUFTS bæði 2004 og 2009.

11.12.2010

EÐAL-Jóla ættarmót 11.12.201O

Hin árlega EÐAL-Jóla ættarmótsganga var farin laugardaginn 11. desember. Að þessu sinni gengu 22 með 11 írska settera í frábæru veðri. Göngufólk gerði sér svo glaðan dag með rjúkandi súkkulaði, Jólaglöggi og smákökum sem boðið var uppá á Leirum að göngu lokinni.

21.11.2010

Hundasýning HRFÍ 21.11.201O

Lína (Gwendariff Rock Krystal ) og Ninja (Eðal Helena-Fagra) fóru á sýningu HRFÍ í dag , fengu báðar Excellent frá dómara, Lína fékk að vanda bæði Excellent og Meistaraefni, og auk þess vara- CACIB.

7.11.2010

Gwendariff sigur á Setter & Pointer Championship Show

Gwendariff Rockin Robin var valinn BHT á Setter & Pointer Championship Show sem fram fór í Bretlandi um helgina en Robin er gotbróðir Línu okkar (Gwendariff Rock Krystal). Reserve hundur varð Gwendariff Pop the Question og besta tík Gwendariff Miss Whiplash (CoCo) en hún og Lína eru hálfsystur. CoCo var einnig besta tík um s.l. helgi á Midland Counties sýningunni. Sjá myndir á www.irishsetter.org.uk. Við óskum að sjálfsögðu þessum frændum okkar til hamingju!

6.06.2010

Sumarsýning HRFÍ

Gwendariff Rock Krystal (Lína) og Eðal Helena-fagra voru sýndar á sumarsýningu HRFÍ í dag. Þær fengu báðar Excellent og frábærar umsagnir, Lína varð no. 1 í opnum flokki og no. 2 í úrslitum. Eðal Helena-fagra varð í 2. sæti í unghundaflokki.

15.05.2010

Gwendariff Rock Diva heldur áfram velgengni sinni í sýningarhringnum.

Nú um helgina var Gwendariff Rock Diva valin besta tík tegundar og Green Star Bitch á Hibernian Ch.Show á Írlandi. Við erum stolt af því að eiga gotsystur hennar hér hjá okkur og hafa flutt þessa frábæru ræktun til Íslands.

03.05.2010

Enn einn sigurinn hjá Gwendariff Rock Divu!

Gwendariff Rock Diva heldur áfram sigurgöngu sinni, en s.l. laugardag 1.maí, var hún valin Besti hundur tegundar, CACIB, Green Star og no. 3. í tegundarhópi, á Fermoy International Champion Show. Rock Diva er gotsystir Línu (Rock Krystal) eins og áður hefur komið fram og óskum við Gwendariff ræktuninni til hamingju með frábæran árangur á undanförnum misserum.

11.04.2010

Gwendariff Rock Diva (gotsystir Línu okkar) slær heldur betur í gegn þessa dagana. Hún vann bæði tegundina og tegundarhópinn á 2 síðustu sýningum á Írlandi, 17.03. á Irish Kennel Club Celtic Winners og 03.04. á Combined Canine International. Svo núna um helgina varð hún RES CC tík á sýningu Skoska Kennel klúbbsins. Hún ætlar greinilega að feta í fótspor pabba þeirra og bræðra. Lína (Gwendariff Rock Krystal) bíður betri tíma með sýningar þar til eitthvað breytist í sýningarháttum hér á landi sem eru vægast sagt óviðunandi.

16.12. 2009.

EÐAL-Jóla-ættarmót á Leirum

Sunnudaginn 13. desember s.l. var blásið til Jólagöngu og EÐAL-ættarmóts á Leirum. Frábær mæting var, en alls mættu 23 manns og 14 hundar og áttu saman frábæran dag. Að göngu lokinni var boðið upp á heitt súkkulaði, Jólaglögg og smákökur á Leirum. Ekki spurning að þetta verður árlegur viðburður héðan í frá!

15.09.2009

Gwendariff systkynin framúrskarandi!

Áfram vinna systkynin hennar Línu (úr sama goti) á sýningum í UK og Írlandi. Gotbróðir hennar, Gwendariff Rockafella varð sýningarmeistari í sumar og Gwendariff Rockin Robin (einnig úr sama goti) varð 2. á CRUFTS eins og áður hefur verið sagt frá. Við gætum ekki verið stoltari að eiga Línu systur þeirra(Gwendariff Rock Krystal) hér á Íslandi! Áfram Gwendariff ! www.gwendariffirishsetters.com

11.03.2009

Á CRUFTS hundasýningunni um helgina var það Sh Ch & Ir Sh Ch Gwendariff Dom Pergnion (pabbi Línu okkar) sem kom, sá og sigraði og bróðir hennar úr sama goti Gwendariff Rockin Robin JW hafnaði í öðru sæti! Ekki slæmt að hafa flutt þessa frábæru ræktun Diane Ritchie til Íslands. Kíkið á úrslitin á www.irishsetter.org.uk og sjáið myndirnar!

28.02.09

Hundasýning HRFÍ

EÐAL-Hegri kom, sá og sigraði í 11. sinn á vorsýningu HRFÍ um helgina. Hann fékk sitt 8. CACIB og eignaðist farandbikar vorsýningarinnar. Hann hefur því nú unnið báða farandbikara tegundarinnar til eignar. Gwendariff Rock Krystal (LÍNA) varð í 2. sæti í unghundafl., fékk Excellent og Meistaraefni. EÐAL-Helena-Fagra (NINJA) fékk heiðursverðlaun í hvolpaflokki og varð í 4. sæti

01.10.2008

Á haustsýningu HRFÍ 28. september, var EÐAL-HEGRI valinn BHT í 10. sinn, og hlaut bæði Ísl. og Alþjóðlegt meistarastig í safnið sitt, en fyrir á hann 9 Ísl.Mstig og 7 CACIB. Hegri sem er aðeins 5 ára eignaðist þar með farandbikar haustsýningarinnar.

27.07.2008

Nýtt upphaf !

27.07.2008 fæddust 11 hraustir hvolpar hér á Leirum, 7 strákar og 4 stelpur. Það sem er merkilegast við þessa dagsetningu er, að fyrsta gotið í okkar EÐAL-ræktun var einmitt 27.07.1989 eða fyrir nákvæmlega 19 árum síðan ! Foreldrar hvolpanna eru: ISCH EÐAL-Dropi (Dofri) og EÐAL-Golda.

Myndir af hvolpum

01.07.2008

Enn er Hegri valinn BHT - nú í 9. sinn á sumarsýningu HRFÍ 29. júní s.l.

05.03.2008

EÐAL-HEGRI var valinn BHT í 8. sinn á vorsýningu HRFÍ sem haldin var um helgina og virðist sem þessi tæplega 5 ára hundur sé ósigrandi þrátt fyrir nýja keppinauta! Hann fékk einnig sitt 7. CACIB (alþjóðlegt meistarastig).

25.02.2008

"Meistari meistaranna" SHCH IRSHCH Gwendariff Dom Perignon(JW) pabbi Línu, var um helgina valinn "meistari meistaranna" á CC Winners Match, af Irish Setter Association í Englandi. Sjá www.irishsetter.org.uk

JÓLAHÁTÍÐ Á LEIRUM!

Loksins er Lína, litla prinsessa mætt í hús =o) Sendum okkar bestu Jóla- og Nýársóskir til hótelgesta og eigenda þeirra - sjáumst á næsta ári! Hreiðar og Elín

19.11.2007

Lína kemur til landsins á þriðjudag

Þessi mynd var tekin í gær af henni 20 vikna í sýningarþjálfun í Somerset

25.10.2007
Heimsókn til Alison & Franks, fósturforeldra Línu í Englandi
16.10.2007

Haustsýning HRFÍ

Enski setinn Eðal-Hegri var valinn besti hundur tegundar og í 4. sæti í tegundarhópi 7 á haustsýningu HRFÍ 7.október. Þetta er í 7. sinn sem þessi glæsilegi 4ra ára hundur heillar alþjóðlega dómara á sýningum Hundaræktarfélagsins. Aðrir Eðal-hundar sem sýndir voru, írsku setarnir Eðal-Golda og Eðal-Guinness-Dante og Eðal-Castor fengu öll 1. einkunn og meistaraefni og enski setinn Hrímþoku-Karri sem er í eigu Leiru-hjóna fékk einnig 1. einkunn og vara-CACIB

5.09.2007

GWENDARIFF prinsessa bætist í EÐAL-fjölskylduna á Leirum

Eftir langa bið, er draumurinn orðinn að veruleika. Írsk setter tík, fædd 1. júlí mun bætast í hóp Eðal-fjölskyldunnar á Leirum í lok þessa árs. Hún er fengin frá þekktasta ræktanda Írlands og Bretlands - Gwendariff - sem valin var ræktandi ársins 2006. Pabbi "Línu litlu" er enginn annar en GB & Irish Ch Gwendariff Dom Perignon JW, sem var valinn bæði Top Irish Setter 2006 og BOB á Crufts hundasýningunni 2004. Dom Perignon "Harvey" sem valinn hefur verið BOB á meira en 20 hundasýningum á Írlandi og U.K. er orðinn goðsögn í hundaheiminum, en afar hans í báðar ættir hafa unnið CRUFTS hundasýninguna sem er stærsta hundasýning í heimi, föðurafi -Sh.Ch.Caspians Intrepid 1997-(pabbi hans Sh.Ch. Danaway Debonair vann einnig 1993) og móðurafi Harveys - Sh.Ch. Starchelle Chicago Bear - vann CRUFTS 1995. Móðurætt Línu er einnig Gwendariff, móðuramma hennar GB & Irish Ch Gwendariff Pop My Cork "Lucy" var valin bæði Top Irish Setter Bitch 2005 og besta Irish Setter tík á Crufts 2006.

Eins og gefur að skilja ríkir mikill spenningur hjá fjölskyldunni, og munum við fylgja Línu eftir hér á síðunni í máli og myndum.

24.06.2007

Fréttir af sumarsýningu HRFÍ:

Enn einu sinni var Eðal-Hegri valinn besti hundur tegundar, nú á sumarsýningu HRFÍ 23. júní 2007. Hegri varð einnig 2. í tegundarhópi 7. Írski setinn Eðal-Guinness-Dante, hlaut 1. einkunn og 3. sæti í opnum keppnisflokki. Ekki slæmur árangur hjá Eðal-hundum á sumarsýningunni =o)

4. mars 2007

Fréttir af vorsýningu HRFÍ

Eðal-Hegri var í dag valin BHT í 5. sinn á sýningum HRFÍ og hefur nú hlotið 4 CACIB (alþjóðleg meistarastig). Hegri varð 4. í tegundarhópi 7, og er það í 4. sinn sem þessi tæplega 4 ára gamli hundur er þar í 2. til 4. sæti. Eðal-Castor, írskur setter varð 4. BÖS (besti öldungur sýningar).

2. desember 2006

Rólegt í sveitinni um áramótin!

Það verður æ algengara að fólk komi hundunum sínum fyrir á Hundahótelinu Leirum yfir áramótin, burt frá skothvellum og skarkala höfuðborgarinnar. Mörg dæmi eru til um að hundar séu viti sínu fjær af hræðslu við flugeldana og hefur stundum þurft að gefa hundum róandi lyf á gamlárskvöld. Þess í stað eru þeir í ró og næði hér á Leirum". Fólk þarf að panta pláss tímanlega fyrir hátíðarnar.

6. mars 2006

Fréttir af vorsýningu HRFÍ

Eðal-Hegri var valinn besti enski setinn á vorsýningu HRFÍ 5. mars 2006. Hegri varð einnig 2. besti hundur í tegundarhópi 7 og hefur nú hlotið 3 íslensk meistarastig og 2 CACIB (alþjóðleg meistarastig).

Faðir hans, Hrímþoku-Karri var valinn 2. besti hundur tegundar og skutu þeir feðgar 7 öðrum enskum setum ref fyrir rass, en hinir hlutu allir 2., 3. og 0 einkunn hjá Portúgalska dómaranum Luis Pinto Teixeira

Eðal-Blús 10 ára gamall Írskur setter sem er íslenskur meistari var valinn besti öldungur sýningar í eldri flokki

5. desember 2005

Rólegt í sveitinni um áramótin!

Það verður æ algengara að fólk komi hundunum sínum fyrir á Hundahótelinu Leirum yfir áramótin, burt frá skothvellum og skarkala höfuðborgarinnar. Mörg dæmi eru til um að hundar séu viti sínu fjær af hræðslu við flugeldana og hefur stundum þurft að gefa hundum róandi lyf á gamlárskvöld. Þess í stað eru þeir í ró og næði hér á Leirum". Fólk þarf að panta pláss tímanlega fyrir hátíðarnar.

02. okt. 2005

Á haustsýningu HRFÍ 2. október 2005, var EÐAL-ræktun valin besti > ræktunarhópur sýningar. Í hópnum voru: Eðal-Golda, Eðal-Castor, > Eðal-Blús og Eðal-Gloria.

05. júlí 2005

Fósturbarn

Enska settertíkin Eðal-Kráka var hvolpafull, veiktist og fæddi hvolpana fyrir tímann og aðeins einn lifði eftir tvo sólarhringa. Tíkin gat ekki mjólkað og reynt var að gefa hvolpinum úr pela. Írska settertíkin Eðal-Dís hafði miklar áhyggjur og sóttist eftir að passa litla greyið, og viti menn, eftir að hafa fengið að fóstra hvolpin í einn sólarhring, var hún farin að mjólka! Hún reyndist litlu tíkinni svo hin besta mamma, vék varla frá henni fyrstu vikurnar og braggast Eðal-Bíbí vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!

28. nóvember 2004

Rólegt í sveitinni um áramótin!

Það verður æ algengara að fólk komi hundunum sínum fyrir á Hundahótelinu Leirum yfir áramótin, burt frá skothvellum og skarkala höfuðborgarinnar. Mörg dæmi eru til um að hundar séu viti sínu fjær af hræðslu við flugeldana og hefur stundum þurft að gefa hundum róandi lyf á gamlárskvöld. Þess í stað eru þeir í ró og næði hér á Leirum". Fólk þarf að panta pláss tímanlega fyrir hátíðarnar.

2. október 2004

Frábær árangur á haustsýningu.

Á haustsýningu HRFÍ, var EÐAL-Hegri valinn BHT og fékk sitt annað meistarastig. Hegri sem er aðeins 17 mánaða hefur verið sýndur 2svar á þessu ári og í bæði skiptin verið valinn BHT og er nú kominn með 2 ísl. meistarastig. EÐAL-Golda fékk 1. einkunn og 1. sæti í unghundaflokki."

27. júní 2004

EÐAL-GOLDA besti hundur tegundar og no. 1. í tegundarhópi 7

Á hundasýningu HRFÍ um helgina, var Eðal-Golda valin BHT og einnig besti hundur í tegundarhópi veiðihunda. Er þetta frábær árangur, en tíkin sem nú er aðeins 13 mánaða, er nú komin með tvö íslensk meistarastig"

09.mars 2004

Eðal-hundasýning

Nú um helgina á 35 ára afmælissýningu HRFÍ, voru sýndir 8 Eðal-írskir setar og 1 Eðal-enskur seti. Allir þessir hundar fengu 1. einkunn, þrír fengu ísl. meistarastig og einn alþjóðlegt meistarastig CACIB, en það var Eðal-Castor og var hann einnig valinn besti hundur tegundar, vann tegundarhóp 7 og endaði sem 4. besti hundur sýningar! Eðal-Golda og Eðal-Hegri (bht) fengu bæði sín fyrstu ísl. meistarastig, aðeins 10 mánaða gömul. Eðal-Dropi var valinn besti öldungur tegundar

04.desember 2003

Rólegt í sveitinni um áramótin!

Það verður æ algengara að fólk komi hundunum sínum fyrir á Hundahótelinu Leirum yfir áramótin, burt frá skothvellum og skarkala höfuðborgarinnar. Mörg dæmi eru til um að hundar séu viti sínu fjær af hræðslu við flugeldana og hefur stundum þurft að gefa hundum róandi lyf á gamlárskvöld. Þess í stað eru þeir í ró og næði hér á Leirum". Fólk þarf að panta pláss tímanlega fyrir hátíðarnar.

05. Okt 2003

FYRSTA HUNDASÝNING EÐAL-GOLDU.

Nýjasti meðlimur hundafjölskyldunnar á Leirum, EÐAL-GOLDA, var valin besti hvolpur tegundar á hundasýningu HRFÍ um helgina. Hún og systir hennar EÐAL-GLORIA fengu einnig báðar heiðursverðlaun í hvolpaflokki.

01.Sept. 2003

Öllum hvolpum hefur verið ráðstafað.

08. Júlí 2003

Í dag eigum við 1 írsk-setter hvolp, hann Eðal-Gabriel, f. 29. apríl, og 1 ensk-setter hvolp Eðal-Dúfu, f. 16., apríl.

29. apríl 2003

Þann 29 apríl fæddust 9 Írsk-setter hvolpar, 3 tíkur og 6 hundar. Hvolparnir eru flestir seldir. Foreldrar ISCH Eðal-Dís og Tandra-Castor.

16. apríl 2003

þann 16. apríl fæddust ensk-setter hvolpar undan Eðal-Kráku og Hrímþoku-Karra, 1 hundur og 3 tíkur. Ensk-setter hvolpar væntanlegir 16. apríl. Foreldrar Eðal-Kráka og Hrímþoku-Karri. Írsk-setter hvolpar væntanlegir 4. maí. Foreldrar ISCH Eðal-Dís og Tandra-Castor. Áhugasamir hafi samband sem fyrst þar sem þegar er farið að taka niður pantanir. Kveðja Ella og Hreiðar

1-2. mars 2003

Eðal-árangur enn og aftur á hundasýningunni Kópavogi .

Það gekk frábærlega vel hjá öllum Eðal-hundum á sýningunni - bæði enskum og írskum setum.

ENSKUR SETTER, Eðal-Rjúpa var valin BHT, vann sitt 4. alþjóðlega meistarastig og er þar með orðin alþjóðlegur meistari INTUCH ISCH. Hún lenti svo í 4. sæti í tegundarhópi 7.

ÍRSKUR SETTER, Eðal-Dís varð önnur besta tík í opnum flokki og fékk sitt 3. meistarastig og er því orðin íslenskur meistari ISCH. Hún var einnig valin besta tík í öldungaflokki. Það var síðan Eðal-Dropi (Dofri) sem var valinn besti karlhundur og besti öldungur tegundarinnar og fékk alþjóðlegt meistarastig CACIB. Aðrir Eðal-hundar sem sýndir voru fengu allir 1. einkunn.

05.desember 2002

Rólegt í sveitinni um áramótin!

Það verður æ algengara að fólk komi hundunum sínum fyrir á Hundahótelinu Leirum yfir áramótin, burt frá skothvellum og skarkala höfuðborgarinnar. Mörg dæmi eru til um að hundar séu viti sínu fjær af hræðslu við flugeldana og hefur stundum þurft að gefa hundum róandi lyf á gamlárskvöld. Þess í stað eru þeir í ró og næði hér á Leirum". Fólk þarf að panta pláss tímanlega fyrir hátíðarnar.

09. nóvember 2000

Maja "Upperwood Sound of Music" var þann 9 nóvember sæmd þeim eftirsótta titli Alþjóðlegur meistari eða International Champion og er þar með fyrsti Enski Setterinn á Íslandi til að hljóta þann titil " INTCH ISCH "

27. júní 2000

Eðal-árangur á Akureyri

Eðal-Írsku og Ensku setterarnir á Leirum gerðu það aldeilis gott á hundasýningunni á Akureyri helgina 24-25 júní 2000 Eðal-Kría var valin besti Enski setterinn og 2. best í tegundarhópi, Eðal-Dís var valin besti Írski setterinn og varð síðan no. 1. í tegundarhópnum og 4. besti hundur sýningar. Ekki sem verst ! Við bendum fólki á að skoða verðlaunaskrár hundanna hér á síðunni.

14. júlí 2000

Frétt í Morgunblaðinu

Hreiðar Karlsson og Elín Gestsdóttir hafa einnig átt sigursæla hunda á sýningum síðustu ár. Um 11 ára skeið hafa þau ræktað írskan seta og hafa margir af hundum þeirra verið í verðlaunasætum gegnum tíðina. Að þessu sinni var tíkin þeirra Eðal-Dís, fjórði besti hundur sýningar. Þau fengu fyrsta írska setann sinn fyrir 18 árum, en segja að á þeim tíma hafi innflutningsbann gilt um hunda og því hafi hundaræktendur átt er erfitt um vik. "Hér var mikil skyldleikaræktun, sem olli því meðal annars að margi fallegir og vel gerðir hundar voru ófrjóir. Einnig var skapgerð hundanna ekki nógu góð, þeir voru taugaveiklaðir, en eiga að vera mjög yfirvegaðir." Tíguleiki írska setans heillar Hreiðar og Elínu, "Auk þess að verra fallegir eru allir hundarnir mínir mjög góðir veiðihundar." Til að ná góðum árangri segja þau nauðsynlegt að ræktendur þekki ræktunarmarkmið viðkomandi hundakyns mjög vel og vandi val á undaneldishundum.

Hundahótelið Leirum, 116 Reykjavík --- hundahotel@hundahotel.is --- 566 83 66 / 698 4967